Eiríkur Jónsson segist hafa spurnir af því að standi til að stofna hægrisinnaðan vefmiðil undir nafninu blatt.is.
Það gæti verið ágætlega tímabært.
Hér eru starfræktir tveir hægri vefmiðlar, en þeir ganga aðallega út á taumlausa leiðtogadýrkun í garð Davíðs Oddssonar og stæka andúð á Evrópusambandinu. Það virðist núorðið vera kjarninn í hægrimennsku á Íslandi.
Víða í Evrópu eru hins vegar hægrisinnaðir fjölmiðlar sem eru nokkuð hlynntir Evrópusambandinu og hafa varla heyrt minnst á Davíð Oddsson.