Páll Vilhjálmsson telur að Framsóknarflokkurinn verði leiðandi á hægri vængnum.
En pólitíkin bítur oft í skottið á sér.
Framsókn er líklega að taka nokkurt fylgi frá Vinstri grænum, sérstaklega til sveita.
Er flokkurinn þá til hægri eða vinstri?
Og lengst af hefur hann skilgreint sig sem miðjuflokk – sem hann er þá kannski ekki lengur.
Á síðasta flokksþingi Framsóknar gerðist orðræðan býsna þjóðernisleg – svo mörgum þótti nóg um.
Hvað er Framsókn þá?