fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Merkileg minningarorð

Egill Helgason
Mánudaginn 4. júlí 2011 22:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minningarorð Páls Scheving Ingvarssonar um Gústa, Jóhannes Ágúst Stefánsson, sem birtist í Eyjafréttum eru einhver magnaðasta grein sem maður hefur lesið lengi. Við lestur greinarinnar vakna margar tilfinningar, reiði, sorg og skömm, því flestöll höfum við kynnst einelti í einhverri mynd og vitum hvaða hörmungar það getur haft í för með sér.

Í greininni segir meðal annars:

„Við ólumst upp á sömu torfunni. Þú á Rafnseyri og ég á Hjalla. Við vorum vinir. Í minningunni eru margir dýrðardagar með uppá­tækjasömum ólátabelgjum, í stöð­ugri leit að ævintýrum, gulli og grænum skógum, í iðandi mannlífi. Sólin skín þessa daga í minning­unni. En því miður ekki á alla. Þú fékkst í vögguna dóminn. Þú áttir að glíma við matarfíkn og offituvanda. Það var sjaldgæft og ekki auðvelt á þeim árum sem við slitum barnsskónum í miðbæ í Vestmanna­eyja. Að vera feitur, seinn og sila­legur var á þessum árum ávísun á mikið miskunnarleysi, gríðarlega árás umhverfisins á veikan einstak­l­ing.

Hrottalegt einelti. Þá var ekki búið að finna upp það orð. Ég man eftir dögum sem vanþroskaðir kvalarar beittu þig gríðarlegu ofbeldi, lík­ams­meiðingum og svo var sjálfsagt að láta þig borða úr ruslatunnum, þú varst jú feitur, það þurfti að lækna þig. Vinur minn, það nísti merg og bein að horfa á aðfarirnar og hafa ekki alltaf haft kjark til að grípa inn í. Ég var tveimur árum yngri en þú og kvalararnir yfirleitt miklu eldri. Sumir virðulegir borg­arar í dag. Það var þó erfiðast af öllu að átta sig á því þegar ég fylgdi þér heim grátbólgnum eftir mjög slæma útreið, að ekki var skjól heima. Ekkert var dapurlegra. Það er þekkt að þolendur ofbeldis af þessu tagi verði á einhverjum tímapunkti gerendur, kannski kom það fyrir þig. Ég sá það aldrei. Kæri vinur, það er gott að fyrirgefa. Þú ólst upp í miklum ótta. Hann setti mark sitt á líf þitt. Fyrir­gefningin er lausn.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði