Forsætisráðherrann sem sat og horfði gapandi á íslenska efnahagskerfið leggjast saman í stærsta hruni sem vestrænt ríki hefur orðið fyrir – tók sér reyndar stundum tíma til að segja þjóðinni ósatt – er farinn að lýsa sjálfum sér sem einhvers konar bjargvætti þjóðarinnar.
Þetta gerir hann í viðtölum við erlenda fjölmiðla sem virðast lepja þetta upp.
Skörin er tekin að færast upp í bekkinn – í raun er þetta með eindæmum ófyrirleitið.
Ber aldrei neinn ábyrgð á neinu á Íslandi – er hægt að kjafta sig frá öllu?