KOM er fyrirtæki sem gamall Sjálfstæðis- og Varðbergsmaður, Jón Hákon Magnússon, rekur. Þetta er nokkuð öflugt fyrirtæki og margir nýta sér þjónustu þess.
Meðal þeirra er Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. KOM skipuleggur baráttu hans í fjölmiðlum og hefur orðið nokkuð vel ágengt.
Annar viðskiptavinur KOM mun vera biskupinn yfir Íslandi. Það hefur ekki gengið jafnvel með málstað hans.
Og svo er það merkilegt að einn aðili til sem hefur nýtt sér ráðgjöf KOM er Sérstakur saksóknari. Dómurinn í Exetermálinu er náttúrlega áfall fyrir hann – og verður varla öðru trúað en að Hæstiréttur breyti honum – en ef ekki fer að fjölga málum sem frá honum koma er líklegt að hann þurfi að fá ennþá meiri þjónustu frá KOM.