Á Vísi má lesa um mismunandi afstöðu fyrrverandi formanna Sjálfstæðisflokksins, Þorsteins Pálssonar og Davíðs Oddssonar, til hrunsins.
Það kann að vera áhugavert.
En það sem er í rauninni daprast í þessu er að hið fyrrum frjálslynda þjóðardagblað, Morgunblaðið, gangi nú nánast út á það eitt að verja arfleifð stjórnmálamanns sem var í besta falli mistækur.
Það er ótrúleg vanvirðing við stolta sögu þessa blaðs. Og hlýtur að vera einhvers konar met í sjálfhverfu.