Í Bandaríkjunum býður fólk sig fram til forseta sem hér á landi þætti varla tækt í símatíma á Útvarpi Sögu.
Michelle Bachmann forsetaframbjóðandi í Repúblikanaflokknum er dæmi um slíkt.
Hún er yfirlýstur andstæðingur þróunarkennigarinnar, hún er á móti fóstureyðingum og óttast að samkynheigð sé kennd í skólum, hún telur að hlýnun loftslags sé ekki vandamál, hún vill ekki hafa lágmarkslaun og ekki vill hún auka álögur ríkt fólk, hún vill afnema opinber framlög til heilbrigðismála og hún vill að þingmenn séu rannsakaðir með tilliti til þess hvort þeir sé and-amerískir, hún segist vera mikill stuðningsmaður Ísraels og telur sá dagur gæti komið að þurfi að varpa kjarnorkusprengju á Íran, en að auki hefur hún sagst vera mikill aðdáandi Miltons Friedmans og Ludwigs van Mises – „ég fer með Mises á ströndina“ á hún að hafa sagt.
Framboð Bachmann hefur fengið góðar viðtökur vestanhafs. Hún er jafnvel talin skáka Söruh Palin – sem Ólafur Ragnar Grímsson dáir svo mjög.