Á vefnum Evrópuvaktinni, sem er rit þeirra Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar, má lesa að hin þjóðlegu gildi séu í sókn.
Það má vera – en þá má líka spyrja hver séu eiginlega þjóðleg gildi á Íslandi?
Ólafur Ragnar Grímsson skilgreindi þau á tíma útrásarinnar – en það er víst að flest af því sem þá var sagt þyki hrein öfugmæli.
Ég leyfi mér semsagt að varpa fram þessari spurningu:
Hver eru þjóðlegu gildin? Að hvaða leyti eru þau frábrugðin gildismati annarra þjóða?
Tillögur?