Ómar Ragnarsson lýkur lofsorði á endurgerð húsanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis og veltir í leiðinni fyrir sér hvernig bærinn myndi líta út ef Morgunblaðshöllin yrði rifin og hægt væri að sjá úr Austurstrætinu upp í Grjótaþorp.
Það er rétt sem Ómar bendir á – í ýmsum borgum hafa menn farið út í að rífa svona ferlíki sem eru minnisvarðar um hryllilegan tíma í arkítektúr og borgarskipulagi.
Og svo má líka spyrja – hvað var að liðinu sem leyfði svona byggingar? Jú, þetta voru kannski börn síns tíma, en hafði það engan smekk, enga dómgreind?