fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Að horfast í augu við staðreyndir

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. júní 2011 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þetta bréf.

— — —

http://eyjan.is/2011/06/23/tap-vegna-astarbrefakaupa-sedlabankans-nam-11-af-landsframleidslu/

Ríkissjóður má ekki selja svo mikið sem eina sumarbústaðarlóð, hvað þá ríkisjörð, nema fá samþykki Alþingis. Þess vegna er í hverjum fjárlögum að finna lista yfir nokkrar jarðir  sem heimilt er að selja.

Það er undarlegt Alþingi sem lítur á landspildur upp á fáeinar milljónir sem heilaga hluti – en virðist á sama tíma hafa búið svo um hnútana að Seðlabankinn gat mokað út hundruðum milljarða af opinberu fé í kaup á verðlausum skuldabréfum íslenskra einkabanka. Þetta situr nú islenskur almenningur uppi með.

Að valda ríkinu og almenningi svo skelfilegu fjártjóni, hlýtur að kalla á að Seðlabankastjórar sem að þessu stóðu verði kallaðir til ábyrgðar. Vegna tjóns sem bersýnilega má rekja til vítaverðrar vanrækslu þeirra í starfi og stórfellds gáleysis.

Svo er líka tímabært að fólk hætti að tala um það að hér hafi menn verið svo sniðugir að bjarga ekki bönkunum. Raunin er sú að menn voru búnir að dæla út fé í því skyni að bjarga bönkunum. Munurinn á okkur og útlöndum er sá að hér var þetta gert í hljóði og án þess að almenningur vissi (fyrr en eftir á), en í útlöndum var þetta gert með sérstakri ákvörðun þjóðþinganna (t.d. bæði í US og Bankpakkerne í Danmörku).

Útlendingar  létu þjóðþingin um að ákveða þetta. Hér var þetta ákveðið í bak við luktar dyr embættismanna og Seðlabankastjóra. Þær ákvarðanir embættismanna um að dæla út opinberu fé í slík vonlaus skuldabréfakaup
reyndust þar að auki ekki skila neinum árangri. Hér virðist því allt hafa verið gert rangt. En svo talar fólk um að Íslendingar hafi gert hlutina rétt! Það er skelfilegt upp á framtíðina ef Íslendingar horfast ekki í augu við þessar staðreyndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“