fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Sautjándinn í flísi

Egill Helgason
Laugardaginn 18. júní 2011 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var fámennt í bænum í gærkvöldi. Ég er reyndar oft í burtu á sautjánda júní, en mig minnir að það hafi verið miklu fleira fólk í eina tíð. Menningarnóttin er kannski tekin yfir sem aðal þjóðhátíðin. Þá er fleira fólk, og að mér hefur sýnst meira fyllerí.

Á Arnarhóli voru tónleikar, það var skrúfað í botn. Kannski er ég orðinn gamall, en mér fannst hávaðinn of mikill. Lokaatriðið var þó gott – það var hljómsveit sem nefnist Valdimar, sem ég hafði aldrei heyrt nefnda (aldurinn!) en er barasta alveg frábær.

Um daginn var miklu fleira fólk í bænum. Það vantar samt dálítið upp á hátíðarstemminguna. Það kemur hérumbil enginn prúðbúinn í bæinn lengur, allir eru í flíspeysum, maður sér eina og eina konu í þjóðlegum búningi. Ég verð að játa að ég fór út í gallabuxum.

Það er dritað niður hoppiköstulum og vélum sem framleiða sykurlopa (candy floss) út um allan bæ – og jú, það eru skemmtiatriði á pöllum – en það skortir samt eitthvað í upplifunina. Það er eitthvert tóm.

Ég held samt að lúðrasveitinar séu betri. Þær spila minna falskt. Lúðrasveitin sem fór fyrir skrúðgöngunni sem kom úr Melaskóla hafði reyndar nokkuð skrítið lagaval – þegar hún gekk niður Skothúsveginn var sveitin að spila Because the Night eftir Bruce Springsteen. Við Kvennaskóla var önnur lúðrasveit og sú hafði hefðbundnara prógram, lék helstu ættjarðarlögin.

Þetta var dagur Jóns Sig, en hátíðarsamkoman í tilefni af afmæli hans var vestur á fjörðum, og ekki ýkja margir sem komust þangað. Í bænum var fátt sem minnti á Jón blessaðan, nema það var haldinn virðulegur fundur á sal Menntaskólans í Reykjavík þar sem fræðimenn fluttu erindi. Svo er gefið út frímerki – við erum ekki mörg sem erum að sleikja svoleiðis þessa dagana – en flest virðist þetta miða að því að viðhalda helgimyndinni af manninum. Jú, það er stofnað prófessorsembætti sem virðist vera hálfgert djók.

Annars fer þetta allt nokkuð vel fram – það þarf ekki lengur að grípa til hryllingslýsinganna sem voru notaðar eftir sautjánda júní í gamla daga þegar fylleríið fór algjörlega úr böndunum. Eitt árið var reynt að ráða bót á þessu með því að flytja hátíðarhöldin í Laugardal þar sem borgarbúum var safnað saman til að horfa á kúluvarp í tilefni dagsins. Í annað skipti var ákveðið að hætta að hafa dansleiki í bænum að kvöldi þjóðhátíðardagsins – í staðinn voru haldin stutt böll við nokkra skóla svo mannfjöldinn yrði viðráðanlegur.

Og það rigndi ekki, ekki spýju, pylsum né vatni. Þetta var semsagt ekki eins og Megas lýsir í kvæðinu:

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=LNJGwytvJCI&feature=player_embedded]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“