Einhverjir eru að spyrja á vefnum hvort Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hafi einhverja sómakennd. Menn eru yfirleitt á því að hana hafi hann ekki.
Samkvæmt dómi Hæstaréttar fær Halldór að halda 100 milljónum króna sem hann fékk frá Landsbankanum rétt fyrir hrun. Hæstiréttur dæmir auðvitað út frá einhverju tæknilegu atriði – þetta er sjálfsagt forsmekkurinn að því hvernig á eftir að fara um mál útrásarvíkinga.
Halldór er annars farinn að vinna í fjármálageiranum í Kanada. Þar eru einhverjir sem sýna honum vináttu. Til þess er þó tekið að í ferilskrá Halldórs sem barst hingað til lands var ekki nefnt að hann hefði stýrt Landsbankanum – heldur hefði hann verið starfandi við fjármálafyrirtæki í Evrópu.