fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Kynferðislegt ofbeldi í Landakoti?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 16. júní 2011 23:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttatíminn birtir frásögn af kynferðislegu ofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í Landakoti. Í fréttinni segir um mennina sem eru að leysa frá skjóðunni varðandi þessi mál:

„Þeir vilja vekja athygli á því ofbeldi sem þeir voru beittir í von um að starfshættir kirkjunnar verði skoðaðir og koma megi í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Mennirnir eru báðir á fimmtugsaldri og ljóst þykir að brotin gegn þeim séu fyrnd. Það er stutt síðan þeir komust að sögum hvors annars en þær eru mjög ólíkar og gerendur ekki þeir sömu. Í tilviki annars mannsins var um prest og fjölskylduvin að ræða en í tilviki hins voru starfsmenn Landakotsskóla að verki. Allir gerendur eru látnir. Mennirnir eiga það sameiginlegt að koma báðir frá kaþólsku heimili.

Annar maðurinn var aðeins ungur drengur þegar hann var beittur grófu kynferðislegu ofbeldi af hálfu séra A. George, sem var skólastjóri Landakotsskóla, og Margréti Müller, þýskri kennslukonu við skólann. Séra George var hollenskur prestur sem gegndi mörgum af valdamestu störfum kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Hann var staðgengill kaþólska biskupsins, féhirðir kaþólskunkirkjunnar, postullegur umsjónarmaður biskupsdæmisins og fjármálastjóri þess. Hann hafði í áraraðir umsjón með sumarbúðum fyrir kaþólsk börn í Riftúni í Ölfusi. Áður en hann lést fyrir nokkrum árum var George sæmdur riddarakrossi á Bessastöðum fyrir vel unnin störf. Margrét Müller var kennari við Landakotsskóla og bjó í turninum á skólanum fram til síðasta dags.

„Ég bjó utan við Reykjavík en foreldrar mínir sendu mig í Landakotsskóla enda þótti það besti skólinn. Ég byrjaði í sex ára bekk og við fórum samferða tveir strákar úr mínu hverfi. Afi hans fylgdi okkur í strætó alla leið, beið eftir okkur frammi á gangi á meðan við vorum í skólanum, og svo fylgdi hann okkur aftur heim. Þetta var ekkert mál. Karlinn var þarna með okkur og hefur örugglega tryggt það að ég var látinn í friði fyrsta skólaárið.“

Ég er alinn upp í Vesturbænum, en gekk ekki í Landakot. En það verður að segjast eins og er – það gengu alltaf ljótar sögur af þessu fólki, ekki um kynferðislegt ofbeldi nei, heldur um einelti og vonda meðferð á börnum. Og maður er einhvern veginn ekkert hissa yfir þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“