Íslendingar læra ekki af reynslunni. Kannski er það dálítið krúttlegt?
Hvað eftir annað spana þeir sig upp í ógurlegum væntingum til íslenskra þátttakenda í alþjóðlegum keppnum.
Það er nánast undantekningarlaust að hinar miklu væntingar verða að engu.
En samt gerist þetta aftur og aftur – nú síðast vegna landsliðs í fótbolta sem er skipað leikmönnum 21 árs og yngri.
Þetta gekk svo langt að RÚV keypti sýningarréttinn á keppninni og situr nú uppi með alla þessa leiki – en ekkert íslenskt lið.
Það má svo minna á að á Íslandi býr álíka margt fólk og í Árósum, Cardiff, Bielefeld og Tampa.