fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Ríkisstjórnin á aungvan vin

Egill Helgason
Laugardaginn 11. júní 2011 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Minn herra á aungvan vin,“ kjökrar Jón Grindvíkingur í Íslandssklukkunni.

Hið sama má segja um ríkisstjórn Íslands – hún á engan vin.

Forystufólk ýmissa hagsmunasamtaka skrifa grein í Fréttablaðið í dag og segja að stefna ríkisstjórnarinnar sé alveg kolómöguleg, sérstaklega hvað varðar fiskveiðistjórnunina og byggingu álvera.

Þarna er fólk frá Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum ferðaþjónustunnar, LÍÚ, Samtökum fiskvinnslustöðva, Samtökum fjármálafyrirtækja og Samtökum iðnaðarins.

Alla má telja gegnheila Sjálfstæðismenn –það verða varla nein grið gefin fyrr en stjórnin fer frá.

Fjölmiðlarnir eru líka á móti ríkisstjórninni. Það vita allir hvernig Mogginn er, en Fréttablaðið herðir líka mjög róðurinn gegn henni.

Það er helst að stjórnin fái smá upphefð að utan – frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og svo hafa birst nokkuð lofsamleg ummæli um efnahagsbatann í Wall Street Journal og Financial Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt