fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Palin fær ekki að hitta Thatcher

Egill Helgason
Föstudaginn 10. júní 2011 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Palin er að fara í heimsókn til London.

En þar fær hún ekki að hitta átrúnaðargoð sitt, Margaret Thatcher.

Það hafði hana langað, en einn af aðstoðarmönnum Palin lét svo um mælt að hún væri vitleysingur („nut“).

Thatcher er reyndar orðin elliær og hefur ekki mikið um þetta að segja, en hún er þó að fara að vígja styttu af Ronald Reagan á Grovenor Square 4. júlí. Það er sagt að svona atburðir séu við hæfi Járnfrúarinnar, ekki að hitta fólk út Teboðshreyfingunni eins og Palin.

Bloggarinn frægi Andrew Sullivan skrifar um þetta og segir að það sé ógeðfelld hugmynd að manneskja eins og Palin fái að nota sér hina öldruðu Thatcher, enda séu allir í Bretlandi sammála um að hún sé vitleysingur:

„As usual, the tired old bigoted comedian Rush Limbaugh took offense that anyone could call Sarah Palin „nuts,“ even though she is quite obviously a few sandwiches short of a picnic, and her grip on reality is, shall we say, tenuous. And as usual, Limbaugh blamed it on the left, i.e. the Guardian’s Wintour/Watt blog. What he doesn’t understand is that Palin’s nutsiness is not a partisan matter in Britain, or anywhere else in the world. It is an obvious truth marveled at by all. Palin’s emergence as a serious figure in American politics has made the country a laughing stock across the world. The idea that a stateswoman like Thatcher, in advanced dementia, would be used by such a crackpot is simply unseemly.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt