fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Látum þá neita því

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. júní 2011 01:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Let them deny it,“ var viðkvæði kommúnistaveiðara eins og McCarthys og Nixons.

Mér kom þetta í hug þegar ég las dóm Inga F. Vilhálmssonar um bókina Rosabaug eftir Björn Bjarnason.

Sjálfur kem ég alloft við sögu í bókinni og yfirleitt í einhverju mjög skrítnu samhengi. Margt af því kemur reyndar Baugsmálinu ekkert við, heldur eru pirringsskrif sem sum hafa áður birst í ýmsum myndum á bloggi Björns. En þegar kemur að Baugsmálinu er þarna dregin upp allt önnur mynd en í bók Jónínu Benediktsdóttur – þrátt fyrir að hún sé nokkuð sjálfhverf verður að segjast eins og er að hún er mun heiðarlegri sagnaritari en Björn.

Jónína sagði meðal annars frá því að Baugsmönnum hefði mislíkað svo við mig þegar ég var á Stöð 2 að þeir hefðu verið búnir að ákveða að reka mig. Þá hafði ég boðið henni, Jóni Gerald Sullenberger, Páli Vilhjálmssyni, Friðriki Friðrikssyni og fleirum meintum óvinum Baugs í þætti hjá mér. Á endanum töldu þeir líklega ekki klókt að láta kné fylgja kviði – en ég færði mig skömmu síðar yfir á RÚV.

Þess utan hafði ég skrifað ýmsa pistla á vefinn með gagnrýni á Baugsmenn allt frá árinu 2000. Þá birti ég grein sem gekk út á að Jóhannes og Jón Ásgeir sem hefðu forðum verið í líki Hróa Hattar og manna hans hefðu breyst í fógetann í Nottingham.

En svona er þessi sagnaritun, og Ingi vekur fyrst máls á þeim hugarburði að Gunnar Smári Egilsson og Hallgrímur Helgason hafi verið í einhvers konar samsæri haustið 2002 (sem er tóm vitleysa) og svo er haldið áfram að spinna lopann:

„Gunnar Smári Egilsson, Hallgrímur Helgason og fleiri einstaklingar eru svo einnig nefndir til sögunnar og sagt að þeir hafi verið gerðir út af örkinni til að taka upp hanskann fyrir Baug. „Nú er ég ekki í minnsta vafa um að það voru samantekin ráð í september 2002 að þeir Hallgrímur Helgason og Gunnar Smári Egilsson héldu samtímis fram á ritvöllinn og gerðu árás á Davíð Oddsson. Tilgangurinn var að draga athygli frá refsiþætti Baugsmálsins og gera það að pólitísku bitbeini“ (bls. 38). Þessi kenning er hugarburður Björns þar sem hann færir ekki rök fyrir henni.

Björn segir það svo berum orðum, eða ýjar að því, að Egill Helgason, Þorvaldur Gylfason, Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og ótal fleiri einstaklingar, hátt settir og lágt settir, allt frá ritstjórum á dagblöðum til aumra blaða- og umbrotsmanna, hafi sömuleiðis verið þátttakendur í þessu allsherjarsamsæri Baugs. Um Þorvald og Gest Jónsson, lögmann Jóns Ásgeirs, segir Björn til dæmis: „Skrif Þorvalds um leka frá lögreglunni og krafa Gests um rannsókn á honum, voru liður í tilraunum Baugsmanna og málsvara þeirra til að grafa undan trúverðugleika lögreglunnar“ (bls. 122). Þessar langsóttu og yfirleitt órökstuddu kenningar um aðild nafngreindra stofnana og manna að samsæri Baugs, auk sambærilegra gildishlaðinna fullyrðinga, draga því allverulega úr gæðum bókarinnar. Samkvæmt kenningu Björns beittu margar af stofnunum og fyrirtækjum íslensks samfélags, auk þekktra manna úr þjóðlífinu sem tengdust Baugi ekki neitt, sér beinlínis fyrir félagið í deilunum um Baugsmálið.

Samkvæmt Birni gegnsýrði Baugur nánast íslenskt samfélag á þessum árum og má ímynda sér hvernig hann hefur séð Jón Ásgeir Jóhannesson fyrir sér í höfuðstöðvum Baugs í Túngötunni, togandi í spotta hingað og þangað um samfélagið, hringjandi í þekkta rithöfunda, prófessora og álitsgjafa til að segja þeim að skrifa hitt eða þetta í þágu Baugs. Erfitt er að skilja þessar samsæriskenningar Björns á annan hátt en að pólitískar ástæður séu á bak við þær: Hann vill koma höggi á pólitíska andstæðinga með því að bendla þá án haldbærra sannana við hinn illa Baug.“

Björn er gamall kommúnistaveiðari, likt og mennirnir sem voru nefndir hér fremst í greininni. Ein aðferðin var sú að bendla menn við kommúnisma og halda því áfram þangað til stimpillinn var farinn að tolla við þá. Þetta er svipuð aðferð og beitt er í þessum furðulegu fræðum.

„Let them deny it.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn