Það á ekki af íslensku þjóðinni að ganga. Tveimur og hálfu ári eftir að hér hrundi allt vegna spilltra og vanhæfra stjórnvalda sem höfðu enga stjórn á neinu, liðónýtra eftirlitsstofnana, fáránlegrar efnahagsstefnu og fjármálamanna sem fengu að fara ránshendi um alla sjóði samfélagsins er verið að halda því að fólki í stórum stíl að:
1. Þetta hafi allt verið Baugi að kenna.
2. Að hér hafi bara gengið yfir efnahagskreppa rétt eins og annars staðar í heiminum.
Vesalings þjóð. Því miður virðist ekki vera hægt að halda uppi viti borinni umræðu hér.