Hægrimenn vinna stórsigur á Spáni. Ríkisstjórn Sósíalista hefur verið í miklum vandræðum vegna efnahagskreppu. Vinstrið er mjög veikt í Evrópu. Í flestum löndum eru hægri flokkar við völd – óánægja með ástandið veldur því að það eru flokkar yst á hægrivængnum sem eflast, ekki vinstrið. Það er í krísu. Kannski hefur það misst tengslin við alþýðu manna – áherslurnar hafa mikið verið á réttindi alls kyns hópa. Mannréttindapólitík, ,meðan vinstrið er gjörsamlega ringlað í afstöðu sinni til markaðshagkerfisins.
Sósíalistar á Spáni töpuðu í gær stöðum þar sem þeir hafa alltaf verið sterkir, Barcelona, Sevilla og Kastilíu-La Mancha.
Það er svo spurning hvaða áhrif þetta hefur á mótmælahreyfinguna sem hefur sprottið upp víða í spænskum borgum. Hún hneigist augljóslega til vinstri. En það sem er yfirvofandi í spænskum stjórnmálum er að hægrið nái völdum.