fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Kristinn P: Kvótinn sem bóla

Egill Helgason
Laugardaginn 21. maí 2011 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og útgerðarmaður, hefur fjallað mikið um bóluna sem var blásin upp í kringum sjávarútveginn. Kristinn skrifar um meinta hagræðingu í sjávarútvegnum á vef sinn í morgun:

— — —

Dæmi:

  • Brask með kvóta milli byggðarlaga veldur óöryggi og óstöðugleika, – enginn getur treyst því hvar kvótinn verður á morgun.
  • Brask með kvóta – kynti upp falskar væntingar.
  • Verðgildi aflaheimilda  var því bóla
  • Bólan var seld – og VEÐSETT… svipað og bólurnar í USA fyrir kreppuna miklu 1929
  • Fé fengið fyrir seldar aflaheimildir (innistæðulaus seðlaprentun) spennti upp falskt verð á hlutabréfum og fasteignum
  • Kvótinn var og er bóla (falskar væntingar) – seld bóla leiddi af sér hlutabréfabólur og fasteignabólur…
  • Svo hrundu allar bólurnar ( eins og í kreppunni í USA 1929)  og – allir töpuðu.
  • Eftir stendur – hálf gjaldþrota  Íslenska þjóðin árið 2011.

Ranghugmyndir

Hrikalegar ranghugmyndir eru um einhverja „hagræðingu“ af allri þessari ofstjórn.

Eina „hagræðingin“ sem stenst gagnrýna skoðun er að þeir högnuðust sem seldu sig út úr greininni

Gallinn er bara sá – að bankarnir plötuðu flesta sem seldu – til að kaupa aðrar bólur – og þessi eina „hagræðing“ tapaðist því líka – að stórum hluta – þó sem betur fer einhverjir hafi gætt sín – en þeir eru of fáir.

Hér eru dæmi um krónískar ranghugmyndir:

  1. Við erum að veiða 32% af 500 þúsund tonna þorskafla?  Ef þetta hefði tekist væri aflinn 4-500 þúsund tonn!!!
  2. Fiskiskipaflotinn er úreltur – meðalaldur yfir 25 ár…. ef þetta væri frábær stjórnun – væri meðalaldur fiskiskipaflotans 5-10 ár….
  3. Sjávarútvegur skuldar því miður meira en hann getur greitt…  ef þetta hefði tekist vel  væru skuldirnar litlar.
  4. Sjávarbyggðir eru margar í upplausn fjárhagslega, félagslega og menningarlega, eftir þá  ÚTREIÐ sem kvótakerfið olli!
  5. Skuldir sjávarútvegs eru það háar – að greinin getur ekki skilað þjóðinni nema litlum (jafnvel engum) gjaldeyri nettó næstu áratugi – nema  AUKA fiskveiðar umtalsvert – og/eða lækka skuldir sjávarútvegs umtalsvert.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp