Maður er eiginlega furðu lostinn eftir tvær Icesave atkvæðagreiðslur – og einhver rosalegustu átök í íslenskri stjórnmálasögu.
Var þá bara alltaf nóg fyrir þessu í þrotabúi Landsbankans? Og varla neinn kostnaður sem fellur á þjóðina.
Til hvers var þá deilt?
Og Eftirlitsstofnun EFTA til í að láta málið niður falla ef sýnt verður fram á að takist að greiða tilskilda frjárhæð úr Landsbankanum.
Icesave er vissulega lærdómsrík reynsla – en svo má spyrja hvaða lærdómur það er?