fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Leikstjóraferill í ræsinu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. maí 2011 23:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Venjan með Lars Von Trier er yfirleitt að vorkenna leikurum að vera í myndunum hans.

Í dómi í Guardian þar sem nýjasta mynd hans Melancholia er hökkuð niður fellur þessi vorkunn á Kirsten Dunst.

Áður hefur Björk verið vorkennt fyrir að hafa verið í mynd eftir hann og Nichole Kidman, já og fleirum.

Trier byrjaði kvikmyndaferil sinn mjög vel – hann virkaði nánast eins og undrabarn þegar hann gerði myndirnar Element of a Crime, Europa og sjónvarpsseríuna Ríkið. Hún var snilld, það langbesta sem Trier hefur gert.

Svo hallaði undan fæti. Jú, Breaking the Waves og Dancer in the Dark nutu ákveðinnar hylli, en virkuðu eins og tilraunir í því hversu langt væri hægt að fara með afkáralegt melódrama. Upplifunin var eins og væri verið að hæðast að tilfinningum auðtrúa kvikmyndahússgesta.

Idioterne var langur ósmekklegur brandari – og síðan hefur allt sem Trier kemur nálægt verið drasl. Ég játa að ég gat ekki horft á nema kortér af Andkristi – síðustu tilraun hans til að hneyksla þangað til nú að hann lýsir því yfir að hann sé nasisti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp