fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Bretadrottning hneigir höfuð fyrir írskum lýðveldissinnum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. maí 2011 06:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Englendingar beittu Íra hryllilegri kúgun í mörg hundruð ár. Breska heimsveldið var slæmt, en það var sagt að verstir hefðu þeir verið við þjóðir sem voru næst þeim. Íslendingar voru ekki sérlega gæfusöm þjóð – en það var lán að lenda ekki undir Englendingum. Englendingar voru líka ótrúlega hræsnisfullir, því þeir töldu sér trú um að heimsveldisstefna þeirra væri til góðs fyrir þær þjóðir sem lentu undir henni.

Þessi kúgun hefur lengi setið í Írum. Langt fram á tuttugustu öld voru Englendingar í því að drepa baráttumenn fyrir frelsi Írlands. Skipan stjórnmála þar hefur lengi verið með sniði sjálfstæðisbaráttunnar – og andúð á Englendingum hefur verið landlæg. Kúgun þeirra á kaþólska minnihlutanum á Norður-Írlandi gleymist heldur ekki. Það er ekki furða að Írar hölluðu sér mjög að meginlandi Evrópu. Þessi saga er erfið fyrir Íra, minningin um kúgun, arðrán, landrán og landflótta, og að sumu leyti hefur hún virkað mjög hamlandi – jafnvel þótt mörg lögin og kvæðin úr sjálfstæðisbaráttunni séu góð.

Það er merkisatburður þegar Bretadrottning kemur í heimsókn til Írlands og hneigir höfuð við minnisvarða um þá sem börðust fyrir sjálfstæðinu. En hún biður samt ekki afsökunar fyrir hönd Englendinga – eða hvað?

Queen-Elizabeth-II-State--007

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa