Ólafi Ragnari Grímssyni er líklega ekki stætt á því að birta ekki bréf sem fóru milli hans og forsætisráðherra um hvort forsetinn eigi að setja sér siðareglur. Þetta er varla neitt ríkisleyndarmál og varðar örugglega ekki öryggi ríkisins.
Þannig að pukur með þetta er alveg óþarft. Það ber vott um valdhroka.
Forsætisráðuneytið hefur auðvitað eintak af bréfunum og væri í lófa lagið að birta þau.