fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Ýktar hugmyndir um norðrið

Egill Helgason
Laugardaginn 14. maí 2011 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag, nei ekki um Evrópusambandið, heldur Norðurslóðir. Nýlokið er fundi Norðurskautsráðsins í Nuuk á Grænlandi.

Það er talsvert talað um gildi norðurheimskautssvæðisins þessa dagana – líka fyrir okkur Íslendinga. Sumir lifa í þeim draumaheimi að Bandaríkjamenn sjái eftir því að hafa farið frá Íslandi vegna þess að þá hafi þeir misst einhvern aðgang að svæðinu.

Valur Ingimundarson, prófessor og einn okkar helsti sérfræðingur í alþjóðasamskiptum, skrifaði grein um þetta í Skírni í vetur.

Hann komst að þeirri niðurstöðu að mikilvægi norðurslóðanna væri ofmetið.

Staðreyndin er nefnilega sú að það er langt í að siglingaleiðir kunni að opnast um svæðið, og þá verður það bara í stuttan tíma á ári. Aðalmálið í norðrinu núna er auðlindanýtingin og sú umhverfisvá sem hún getur haft í för með sér. Þar sitja Rússar, Kanadamenn, Bandaríkjamenn, Norðmenn og Grænland/Dammörk við borðið – vegna þess að landfræðilega eiga þau lönd sem liggja beint að norðurskautssvæðinu. Einkum gæti stafað mengunarhætta af olíu- og námavinnslu. Þar beinast augu manna ekki síst að Rússum sem eiga ógnarlanga strönd við norðurskautið. Íslendingar eiga ekki tilkall til þessara auðlinda.

Það er hins vegar vinsælt að tala um „norðrið“ núna vegna þess að það hentar í pólitískri baráttu samtíðarinnar.

Í endursögn á grein Vals í Morgunblaðinu skrifaði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri blaðsins:

„Valur telur að orðræðan um norðurslóðir hafi verið ýkt í fjölmiðlum, þótt pólitískur áróður – eins og þegar Rússar komu fyrir fána á botni Norður-Íshafsins – hafi flýtt fyrir norður- slóðastefnu Bandaríkjanna, leitt til harðra þjóðernisviðbragða Kanadamanna og átti þátt í að hleypa af stað hinu svokallaða fimm-ríkja ferli strandríkjanna. Gera verði fyrirvara við gagnrýnislausar hugmyndir um efnisleg gæði á grundvelli nýrra skipaleiða og viðskiptatækifæra vegna bráðnunar íss í Norður-Íshafi. Talið sé að Norður-Íshafið verði þakið ís mikinn hluta ársins þrátt fyrir áhrif loftslagsbreytinga. Auk þess vakni ýmsar spurningar um hvaða áhrif það hefði á umhverfið að Ísland yrði miðstöð alþjóðlegra siglinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa