fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Evróvisjón í Bakú

Egill Helgason
Laugardaginn 14. maí 2011 23:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milljónir manna í Evrópu hafa farið í tölvur sínar í kvöld og gúglað Aserbaidsjan.

Þetta er eitt fjarlægasta og dularfyllsta landið í Evrópu. Á merka sögu vegna olíu – Bakú var alþjóðleg borg seint á 19. öld og snemma á þeirri . Þar voru karlar eins og Alfreð Nóbel, Sidney Reilly, Jósef Stalín og einhverjir úr Rotschild-ættinni.

Frá þessum tíma eru gamlar og glæsilegar byggingar í borginni. Hún er býsna fjölmenn, þar búa tvær milljónir manna. Síðustu ár hafa líka verið byggð stórhýsi þar fyrir olíugróða. En borgin er líka fræg fyrir að vera einn af menguðustu stöðum á jörðinni. Páll Stefánsson ljósmyndari var handtekinn í Aserbaidsjan í fyrra þegar hann var að taka ljósmyndir af umhverfisspjöllum. Landið getur tæplega talist vera lýðræðisríki. Mannréttindi eru ekki virt, kosningasvindl er algengt. Forseti landsins Ilham Alyev er sonur fyrrverandi forseta sem hét Heydar Aliyev. Sá var líka leiðtogi landsins á tíma Sovétríkjanna og fyrrverandi KGB maður.

Lagið frá Aserbaidsjan var hvorki fugl né fiskur eins og er títt í Evróvisjón. Það er erfitt að ímynda sér að lagið verði ýkja vinsælt. Þetta er svona evrósull sem gæti verið frá hvaða landi sem er. En það er skemmtilegt að þessi þjóð sem er á mörkum Austur-Evrópu og Asíu skuli vinna þessa keppni. Það mun útheimta talsverð ferðalög fyrir keppendur frá öðrum löndum á slóðir sem eru framandlegar.

En erkióvinir Azera í Armeníu fagna tæplega.

Myndin er af umtalaðri hótelbyggingu sem er að rísa í Bakú.

511

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa