fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Stórbreytingar í miðbænum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. maí 2011 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðbærinn í Reykjavík er að taka talsverðum stakkaskiptum þessa dagana. Það er ekki bara Harpa sem breytir ásýnd hans – mér sýnist húsið taka sig mjög vel út þarna á hafnarbakkanum. Um það getur maður betur dæmt þegar búið er að ganga frá umhverfi hússins og klára hið mikla glervirki Ólafs Elíassonar. Á einhverjum tímapunkti verður nauðsynlegt að fara að byggja nær húsinu – eins og stendur eru ekki nema stór og ljót bílaplön allt í kringum það.

Húsin á Laugavegi 6-8 eru að mestu tilbúin sýnist manni þótt ekki hafi risið tengibygging sem mig minnir að hafi verið á teikningum. Húsin eru smá og ágætlega falleg, en hins vegar er mikil járngirðing sem hefur verið sett upp fyrir framan portið við húsin til mikilla lýta. Það er spurning hvort hún eigi að halda ölvuðu fólki burtu um helgar – en manni sýnist að hún sé ekki nógu rammgerð til þess. Girðinguna þyrfti að fjarlægja hið snarasta.

Svo styttist í að framkvæmdunum á horni Lækjartorgs og Austurstrætis ljúki. Húsið sem nefnist Lækjargata 2 er risið á – það er reyndar einni hæð hærra en áður. Endurgerð gamla húss Landsyfirréttar er langt komin – það verður ekki með öllum viðbyggingunum sem höfðu bæst við húsið smátt og smátt og gerðu það hálf formlaust á tímanum þegar Karnabær var þarna og síðan ýmsir skemmtistaðir. Bak við er svo að rísa hús sem er eins í laginu og Nýja bíó – það var glæsilegt steinhús sem var þarna fyrir aftan, það var mikil hneisa þegar það var rifið eftir niðurlægingartímabil þegar m.a. Björgólfur Thor Björgólfsson rak skemmtistað í húsinu.

Allt mun þetta gera miðborgina betri og skemmtilegri. Þarna hafa átt sér stað gríðarlega miklar opinberar framkvæmdir – sem allir flokkar í borginni hafa verið sammála um að fara í. Það er helst að maður óttist að krafa um arðsemi af þessum húsum verið svo há að þau nýtist ekki sem skyldi. Það væri  forvitnilegt að vita hvert leiguverðið verður á Laugavegi 6-8 og í húsunum niðri í Austurstræti/Lækjargötu.

SVÞ 1985 nr 1Horft niður Bankastræti árið 1985. Það verður seint sagt að þessi tími verið glæstur kafli í sögu miðbæjarins. Myndin er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!