Það þarf ekki Hjörleif Guttormsson til – það leynir sér ekki að botninn er að detta úr Schengen samstarfinu.
Ástæðan er ekki bara að menn óttist straum flóttamanna frá Norður-Afríku og Arabalöndum eftir hina dramatísku atburði þar. Það mætti jafnvel segja að þeir séu yfirskin.
Nei, ástæðan er miklu fremur sú að öfgaflokkum til hægri vex fiskur um hrygg í Evrópu. Hófsamari hægri flokkar sem eru víða við völd eru að leita leiða til að lifa með þessum flokkum – og passa upp á að þeir hirði ekki af þeim fylgið.
Í Danmörku höfum við Þjóðarflokk Piu Kjærsgaard, í Frakklandi Þjóðfylkinguna sem vex undir stjórn Marine Le Pen, í Hollandi Geert Wilders, í Svíþjóð eru það Svíþjóðardemókratarnir, í Finnlandi Sannir Finnar.
Þessa pólitíska straums gætir víðast hvar um álfuna og þegar talað er um að breyta Schengen er það ekki síst til að sporna gegn honum.