fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Skelfilegt atvik í Öskjuhlíð

Egill Helgason
Föstudaginn 6. maí 2011 00:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Facebook má lesa skelfilega sögu móður fimm ára dengs sem stakk sig á sprautunál í Öskjuhlíðinni. Barnið þarf að ganga í gegnum rannsóknir til að kanna hvort það sé smitað af sjúkdómum eins og lifrarbólgu og alnæmi. Móðirin, Inga María Brynjarsdóttir, er skiljanlega reið og áhyggjufull – og maður hefur mikla samúð með henni og drengnum litla, vonar innilega að allt verði í lagi með hann.

Ég leyfi mér að birta bréfið hennar Ingu Maríu í heild sinni:

— — —

Ég fann mig tilneydda til þess að skrifa þennan póst sem áhyggjufullt foreldri vegna skelfilegs atviks sem að hefur átt sér stað í von um úrbætur.

Sonur minn, 5 ára, er nemandi í yndislegum skóla á besta stað í bænum þar sem að fullgróin ævintýraveröld er í bakgarðinum, þessi ævintýraveröld er Öskjuhlíðin. Þann 3 maí síðastliðin var hann að leik í skóginum og þeir félagarnir ramba upp á notaða sprautunál. Eins og til má vænta þá hefur þetta verið spennandi fyrir þessa ævintýrasömu drengi og þó svo að þeir vissu betur þá var sprautan handfjötluð og hún stingst í handabakið á syni mínum.

Nú er staðan þannig að hann hefur fengið inn í sinn litla, hetjulega kropp, bóluefni og lyf sem að eiga að sporna gegn og halda niðri sjúkdómum eins og lifrarbólgu B og C og HIV- veirunni, við foreldrarnir bíðum síðan eftir niðurstöðum blóðrannsókna sem að koma eftir viku og þessi vikutími er já, hreint út sagt gríðarleg kvöl. Ekki nóg með það heldur þarf hann að mæta aftur í athugun eftir mánuð og enn og aftur eftir 6 mánuði… óháð niðurstöðum.  Ég óska engum þess að þurfa að lenda í þessu og því er ekki annað hægt en að reyna sitt besta í að sporna gegn því að aðrir foreldrar þurfi að ganga í gegnum þetta.

Sjálf er ég alinn upp á þessu svæði og áttaði mig alveg á spennunni sem að fylgdi því að fara upp í Öskjuhlíð þar sem að berrasssaða og „skrítna fólkið“ var, það var oftar en ekki raunin að maður rakst á eitthvað vafasamt… en það var fyrir 15-20 árum sem að er frekar langur tími!                                                            Það er ótrúlegt að hugsa til þess að núna í dag hefur þetta svæði verið gert að einu helsta útivistarsvæði borgarinnar, þarna er Nautholtsvíkin, þar sem að fjölskyldur með börn flykkjast að á sólríkum dögum, Viðskiptaháskóli hefur risið á svæðinu ásamt leik- og grunnskóla og þarna er auðvitað hótel og síðast en ekki síst Perlan sem að laðar að hina ýmissu ferðamenn.

Í sakleysi mínu hélt ég að þarna hefði líka verið hreinsaður til sá óþverri sem að hefur átt sér stað þarna vegna þess hve fólksfjöldi hefur aukist á svæðinu og þá sérstaklega börnum og fjölskyldufólki, en sú er því miður ekki raunin og á versta mögulega hátt er ég að gera mér grein fyrir því. Ég geri mér þó fyllilega grein fyrir því að það er aldrei hægt að hreinsa allan skítinn en allar fyrirbyggjandi aðgerðir eru af hinu góða og reynslan hefur sýnt sig að þær virka. Á 15-20 árum hefði verið hægt að gera ansi mikið.

Við foreldrarnir ásamt skólanum höfum haft samband við hina ýmissu aðila vegna málsins og fengið mikil og góð jákvæð viðbrögð frá borginni í úrbótum. Því miður eru svör lögreglunnar að þau hafi ekki  þann mannskap sem að til þarf í að vakta svæðið reglulega. Þá auðvitað spyr maður sig hvað þurfi til þess að fá þess tvo löggæslumenn á bíl til þess að aka um svæðið á kvöldtíma þegar þessir atburðir eiga sér stað? Fjármagn? Það kemur frá ríkissjóði, sama sjóði og þarf að borga fyrir þau lyf og læknishjálp sem að sonur minn þarf að fá, þarna voru nokkrar vaktir. Það vita flestir að lögregluvakt er mögulega besta lausnin, að fá svæðið vaktað og yfirfarið reglulega. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að hart er í ári og lögreglan er fjársvelt og þarf mögulega að forgangsraða. En Það er komið sumar og fólksfjöldi á eftir að aukast í Öskjuhlíðinni, að mínu mati borgar það sig að vernda það fólk og þau börn sem að eru á svæðinu og til langtíma þá getur það sparað ríkissjóð gríðarlega fjármuni. Við verðum að reyna okkar besta í að sporna gegn því að svona gerist aftur.

Til þess að vera hreinskilin sem sjóðandi áhyggjufullt og reitt foreldri þá er stutt í að ég fari í ofurhetjubúninginn og hreinsi svæðið af fíkniefnaneytendum á hinn versta mögulega hátt en til þess að vera raunsæ þá verð ég að stoppa mig af og minna mig á það að ég hef ekki mikil ítök önnur en að treysta á að þeir sem að hafa ítök, fjármagn, almenna skynsemi og kunni að forgangsraða geri sitt besta í að gera Öskjuhlíðina að þeim stað sem að hún á að vera og að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af börnum sínum þegar það er á svæðinu.

Í leiðinni vil ég biðla til þess fólks sem að hefur verið að athafna sig á þessu svæði í þeim tilgangi að komast í vímu eða til annarskonar vafasams athæfis að gera það á lokuðu svæði þar sem að hvorki menn né dýr þurfi að eiga það á hættu að verða fyrir varanlegum skaða vegna þess.

Með von um úrbætur og að fólk hafi varann á í millitíðinni.

Inga María

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?