Steingrímur J. Sigfússon boðar almenna niðurgreiðslu vaxta sem verði lögð inn á reikninga 97 þúsund Íslendinga nú í upphafi maí. Hann segir að upphæðin verði að hámarki 200 þúsund hjá einstaklingum og 300 þúsund krónur hjá sambúðarfólki. Síðari hluti greiðslunnar komi í ágúst.
Nú kann að vera að einhverjum þyki þetta góðar fréttir – það verður fróðlegt að heyra hverjir eru að fá þessa peninga.
En þetta er eins og oft hjá ríkisstjórninni – meira að segja þeir sem fylgjast vel með þjóðmálunum koma af fjöllum þegar þeir heyra þetta.