fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Týndur áratugur Bandaríkjanna

Egill Helgason
Þriðjudaginn 3. maí 2011 17:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gregor Peter Schmitz skrifar í Der Spiegel um týndan áratug Bandaríkjanna. Það sé í raun lítill sigur að ná Osama Bin Laden – tíu árum of seint. Það hafi ekki stafað ógn af honum lengur þar sem hann bjó einangraður í húsi í Pakistan og hafði hvorki síma né internet og var alveg úr tengslum við arabíska byltingarvorið. Hins vegar hafi síðasti áratugur í sögu Bandaríkjanna verið stöðugur óheillatími. Afgangur á fjárlögum breyttist í óskaplegan fjárlagahalla – og nú er spurning hvort voldugasta ríki í heimi geti staðið undir skuldum sínum. Skuldir eru meira áhyggjuefni en hryðjuverk.

Bandaríkin hafi háð tvö blóðug stríð eftir 11. september 2001, þau hafi reynst óhemju dýr og dregið kraft úr heimsveldinu. Á meðan hafi Kína verið að rísa og stefni í að vera stærsta efnahagsveldi heims innan tíðar. Bandaríkin eyði nú meiru í varnarmál og þjóðaröryggi en öll ríki heims samanlagt. Á sama tíma einkennist innanlandspólitíkin í landinu af klofningi, heift og hatri.

Bandaríkin hafi semsagt skaðað sjálf sig stórlega á tímanum sem er liðinn frá 11/9 – síðbúinn dauði Bin Ladens bæti það engan veginn upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?