Það eru ýmsar túlkanir á brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton.
Í gamla daga giftust prinsar prinsessum frá öðrum löndum, þannig styrktu konungsættir völd sín og áhrif og þannig voru gerðir sáttmálar milli ríkja.
Þetta fyrirkomulag er liðið undir lok.
Í Bretlandi er nú meiri stéttaskipting en hefur verið um langt skeið, ójöfnuður í tekjum er mikill og hreyfanleiki milli stétta er mjög lítill. Það bendir flest til þess að þessi þróun haldi áfram undir stjórn Íhaldsflokksins.
En þá kemur prinsinn og giftist stúlku af almúgaættum.
Hann tekur ansi langt niður fyrir sig ef marka má fjölmiðla í Bretlandi.
En um leið sýnir hann almúganum að það er allt mögulegt – þrátt fyrir stéttaskiptinguna. Þetta er nánast eins og sáttmáli við alþýðuna.
Og svo mun fólk stara á þetta í sjónvarpinu á föstudaginn.