fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Vatn gengur til þurrðar

Egill Helgason
Laugardaginn 23. apríl 2011 23:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir olíukreppuna á fyrri hluta sjöunda áratugarins ákváðu Saudi-Arabar að þeir skyldu verða sjálfum sér nægir um korn. Gríðarleg kornræktun hófst, uppskeran náði á endanum um 3 milljónum tonna. Vatnið sem notað var til að að vökva akrana var grunnvatn sem fannst undir eyðimörkinni, það var grafið djúpt eftir vatninu. Nú hefur grunnvatnsstaðan lækkað svo kornræktin er að leggjast af. Uppskeran hefur minnkað um tvo þriðju, það gæti verið að síðasta uppskeran yrði árið 2012. Það bætist ekki við grunnvatnið. Það er of dýrt að nota vatn sem unnið er úr sjó til að veita því á akra.

Til að sporna á móti þessu hafa Saudar keypt eða leigt land í öðrum löndum til að rækta korn, til dæmis í Eþíópíu og Súdan.

Í Jemen, sem er fátækasta Arabalandið, hefur grunnvatnsstaðan líka lækkað. Þar í landi er mikil fólksfjölgun. Uppskeran minnkar stöðugt, en fólkinu fjölgar.

Vandamál vegna vatns eru líka í Sýrlandi, Írak og Jórdaníu – um þetta skrifar Lester R. Brown í Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna