Ég skrifaði litla grein hérna á vefinn um daginn þar sem ég minntist á illa meðferð á dýrum í iiðnvæddum sláturhúsum. Fólk gerir sér líklega fæst grein fyrir þvi hvers konar starfsemi fer fram í slíkum húsum – eða verksmiðjum – en það má nálgast ýmislegt efni um þetta í kvikmyndum, bókum og á netinu. Það er ekki síst kjúklingarækt sem er hrollvekjandi.
Og reyndar fleira.
Guardian birtir þetta myndband í gær. Það sýnir hroðalega meðferð á svínum í sláturhúsum í Bretlandi. Myndirnar eru kannski ekki fyrir viðkvæma.