Á lítilli syllu á húsi á horninu á Sansome og California götum í San Francisco lá í gærkvöldi útigangsmaður með teppi yfir sér.
Hann steinsvaf. Þetta var næturstaður hans.
Við hliðina á honum lá bók sem hann hafði greinilega verið að lesa.
Það var ferðahandbók frá Lonely Planet sem heitir Iceland, Greenland & the Faroe Islands.
Vonandi hefur hann dreymt vel, um fjarlægan heim, ís og eld og kalda kletta.