Það fór eins og ég skrifaði um daginn að flokkur Sannra Finna vann sigur í þingkosningunum í Finnlandi.
Einhvern tíma hefði maður haldið að flokkur með þessu nafni væri brandari, kannski eitthvað úr myndum Kaurismakis, en svo er ekki.
Í sömu bloggfærslu velti ég fyrir mér hvort ekki væri kominn tími á flokk Sannra Íslendinga?
Nú er fyrirmyndin komin og það er öruggt að eitthvað af mannskap er til.
Skiptir engu þótt Halldór Laxness hafi gert grín að Sönnum Íslendingum í Heimsljósi, það er bara hægt að lesa bókina upp á nýtt eins og nú er gert með Sjálfstætt fólk.
Eins og bent hefur verið á varðandi Bjart í Sumarhúsum þá á enginn einkarétt á að túlka Sanna Íslendinga.