Hér á vefnum var í gær dálítil umræða um gildi Bjarts í Sumarhúsum sem frelsishetju.
Hér er önnur túlkun á bókinni – þarna stígur fram Bjartur, fyrirmynd ungs fólks um vinnusemi.
,Bjartur í Sumarhúsum lagði á það þunga áherslu við uppeldi barna sinna að það væri ekki dugandi maður sem ekki væri sífellt að gera eitthvað. Að sitja með hendur í skauti og bíða þess að tækifærin guði á gluggann hefur sjaldnast talist til mannkosta, hitt þykir vænlegra að leita tækifæranna, eiga sér takmark og vinna að því hörðum höndum, Dugnaður og eljusemi eru einmitt orðin sem manni koma í hug þegar Framadaga ber á góma…“ Finnur Ingólfsson – Framadagar HÍ 1997.