BBC var að skýra frá því rétt áðan að aðstoðarfjármálaráðherra Bretlands, Danny Alexander, hafi sagt að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með þjóðaratkvæðagreiðsluna á Íslandi og að nú muni málið fara fyrir dómstóla.
Ráðherrann var spurður af því hvort ekki þyrfti að skera meira niður til spítala og skóla vegna þess að Íslendingar segja nei og hann svaraði því játandi.
Hann sagði að tími viðræðna væri liðinn, skuldin yrði gjaldfelld og að nú kæmi til kasta alþjóðadómstóls.