Það eru nokkur tíðindi að á flokksþingi Framsóknarmanna hafi verið felld tillaga um að hætta aðildarviðræðum við ESB.
Það hafði verið talað eins og tillagan yrði ofan á.
Þetta hefur nokkra hluti í för með sér:
Evrópusinnum, sem eru nokkuð margir í Framsókn, er vært í flokknum áfram.
Framsókn getur ekki komið fram sem flokkur sem er í andstöðu við ESB – en í því hefði legið mikið sóknarfæri gegn Vinstri grænum, sérstaklega á landsbyggðinni.
Og það er enn opið fyrir að Framsókn geti tekið þátt í stjórn með Samfylkingunni.