Ég hef verið í ansi mörgum viðtölum við erlenda fjölmiðla síðan í hruninu. Sumir hafa talað við mig mörgum sinnum, eins og til dæmis japanska stórblaðið Ashai Shimbun og sjónvarpsstöðin Al Jazeera. Mest var örtröðin strax eftir hrun, í Icesave atvæðagreiðslunni fyrir ári og þegar gaus í Eyjafjallajöki.
Miðað við þetta sýnist mér ekki vera mikil áhugi hjá erlendum fjölmiðlum á þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun.
Þýskur blaðamaður hafði samband við mig og spurði hvort ég gæti talað við hann. Við hittumst í kaffi í morgun. Ég bjóst við því að þurfa að svara spurningum um Icesave og var eiginlega með í maganum yfir því.
En svoleiðis var það sem betur fer ekki. Þjóðverjinn vildi tala um bókmenntir – við ræddum um bækur og rithöfunda í góðan klukkutíma. Ég lét svosem ekkert í ljós, en ég var afar þakklátur manninum.
Hér birti ég, kannski svolítið til að monta mig, lista yfir erlend blöð sem hafa átt viðtal við mig síðustu tvö og hálft árið:
The Independent, The Times,The Daily Telegraph, The Guardian, The Financial Times, The Economist, The New York Times, New Yorker Magazine, Le Monde, Libération, Le Figaro, Paris Match, Le Point, L’Express, Le Journal de Dimanche, Le Temps, Frankfurter Allgemeine Zeitung, Handelsblatt, Die Zeit, Berliner Zeitung, Der Tagesspiegel, Der Spiegel, El Pais, Le Courrier de Genéve, Dagens Nyheter, Politiken, NRC Handelsblad, Ashai Shimbun.
Og þetta eru sjónvarps- og útvarpsstöðvar:
BBC TV, BBC World Service, BBC Scotland, TF1, Canal Plus, France Culture, France Inter, CBC Canada, Al Jazeera, ABC Australia, RTÉ Television Ireland, ORF Austria, Bloomberg, RTL, Nederlands 1, Danmarks Radio, Arte, Nippon Hoso Kyokai – Japanese Broadcasting Corporation, Tokyo TV, Lettneska sjónvarpið, Mega TV Grikklandi, TV1 Portúgal, TRT Turk, Mitteldeutsche Rundfunk.