Skoðanakönnun Fréttablaðsins birtir merkileg tíðindi.
Nefnilega að aðeins 55 prósent treysta sér til að lýsa yfir stuðningi við stjórnmálaflokk.
Átökin fyrir Icesaveatkvæðagreiðsluna benda til þess að stjórnmálakerfið hérna sé bókstaflega í tætlum.
Vinur minn einn sem er afar vel að sér um stjórnmál segir að hér yrðu að minnsta kosti átta framboð ef kæmi til þingkosninga – og að þau myndu öll eiga möguleika á ná mönnum á þing.
VG er de facto klofinn flokkur, í Framsókn er það þannig að sumir þingmennirnir eru eiginlega ekki með lengur, ágreiningurinn milli fylkinganna í Sjálfstæðisflokknum er svo hatremmur að það er vandséð að þær geti lifað saman – Samfylkingin er eini flokkurinn sem hangir ágætlega saman, en hann takar fylgi þrátt fyrir það og hefur ekki mikinn trúverðugleika í augum kjósenda.