Eva Joly stígur aftur inn á sviðið nú rétt fyrir Icesavekosninguna, líkt og hún gerði í fyrri kosningu. Nú er hún forsetaefni í Frakklandi og sætir líklega nokkrum tíðindum að hún skuli taka til máls um þetta.
Hún skrifar grein í Guardian sem birtist líka í Morgunblaðinu.
Þar segir hún að Íslendingar séu beittir ofríki í Icesavemálinu og að krafan sé að þeir greiði ógurlegar frjárhæðir vegna þess.
Og að nei verði skilaboð til Evrópu um að fé skattborgara eigi ekki að fara í fallandi eða fallnar bankastofnanir.