Það er líklega nokkuð góð niðurstaða fyrir Stjórnlagaráðið að Salvör Nordal verði formaður þess. Hún er tiltölulega óumdeild manneskja, hefur getið sér gott orð fyrir málflutning sinn, en er ekki gefin fyrir stórar fullyrðingar.
Það er svo dálítið eins og sáttahönd til landsbyggðarinnar að helsti fulltrúi hennar, Ari Teitsson, skuli vera varaformaður ráðsins. Ari hefur verið mikill talsmaður bændastéttarinnar, en hann nýtur líka virðingar fyrir varðstöðuna um Sparisjóð Suður-Þingeyinga sem er einn af þeim fáu sem fóru ekki illa út úr hruninu. Þar hefur Ari verið stjórnarformaður.
Þorvaldur Gylfason er líklega full umdeildur maður til að vera formaður ráðsins.
Annars eru gárungar farnir að kalla þetta Þjóðlagaráðið – í ljósi þeirrar ákvörðunar ráðsmanna að syngja á fundum þess.