fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Eyjan

Þungir dagar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. apríl 2011 21:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ákveðin hreyfing í þá átt þessa vikuna að láta Icesave kosninguna snúast um ríkisstjórnina. Hjá sumum sem taka þátt í umræðunni er aðalmarkmiðið að fella hana – Bjarna Benediktssyni hefur verið legið á hálsi fyrir að samþykkja Icesave og hlaupa þannig undir bagga með stjórninni. Styrmir kvartaði undan því að hann hefði eyðilagt vígstöðu Sjálfstæðisflokksins.

Umræðan um Icesave verður ógeðfelldari með hverjum klukkutímanum sem líður. Sjónvarpið er að reyna að andæfa með því að halda uppi málefnalegri umfjöllun um kosninguna og samninginn. Sumir fjölmiðlar eru hins vegar farnir af hjörunum og það er varla hægt að skoða bloggsíður eða Facebook. Við þurfum að pæla lengi í því á eftir, hvernig sem málið fer, hvernig þjóðaratkvæðagreiðsla af þessu tagi er að virka. Jú, þetta er lýðræðislegt, en um leið bæði slítandi og niðurdrepandi. Margt fólk sem ég hitti þessa dagana er ringlað og dapurt.

En aftur að ríkisstjórninni. Það eru uppi vangaveltur um að hún fari frá ef neiið verður ofan á í kosningunni. Það yrði þvert á yfirlýsingar margra ráðherra sem hafa fullyrt að þetta snúist ekki um stjórnina. Það kæmi semsagt á óvart. Stjórnin yrði hins vegar enn veiklaðri en hún ef þessi yrði niðurstaðan. Að líkindum mun hún samt sitja áfram, að minnsta kosti fram á haust – það gæti verið að hún gæti talið það nokkurn sigur fyrir sig ef kjarasamningar klárast. Hún hefur þó varla bolmagn til að koma í gegn erfiðum málum eins og breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu, þær munu líklega bíða eða detta endanlega upp fyrir.

Því skal spáð að pólitíkin fari fremur snemma í sumarfrí þetta árið. Margir verða uppgefnir eftir Icesave-rimmuna. Fæsta langar í miklil vígaferli eftir það. Þeir sem bíða lægri hlut munu sleikja sárin um hríð. Það mun koma í ljós hverjar afleiðngarnar af neii eða jái verða – í raun getur enginn lýst yfir sigri strax. Endanlegur dómur liggur í framtíðinni – kannski gæti líka komið á daginn að það sé alltof mikið fár í kringum þetta eina mál.

Annað sem verður pælt í er staða Bjarna Benediktssonar. Það er ljóst að hann hefur meginþorra áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum með sér. Meira að segja Halldór Blönda hefur snúið bakinu við sínu gamla átrúnaðargoði, Hannesarjafnanum. En það yrði talsvert áfall fyrir Bjarna ef neiið yrði ofan á, þvert á afstöðu hans. Þá myndu vakna alvarlegar spurningar um hvaða stjórn hann hafi á flokknum –  og hvort hann sé ekki dæmdur til að klofna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum
Þungir dagar

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur

Björn Jón skrifar: Réttindi og skyldur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef

Sigmundur Ernir skrifar: Valdaflokkarnir gáfu landsbyggðinni langt nef