Markaðsstrategía N1 var einföld á góðærisskeiðinu. Kaupa allt sem hreyfist. Verkstæði, sjoppur og smurstöðvar. Á sama tíma var stofnað til mikilla skulda.
Víða hafði þetta í för með sér að þjónusta varð verri og einhæfari. Þetta var tilraun fyrirtækis til að gína yfir markaðnum.
Þetta entist fram yfir hrun. 2009 var forstjóri N1 valinn markaðsmaður ársins.
Nú er fyrirtækið komið í hendurnar á lánadrottnum sínum eins og viðbúið var. Skuldirnar voru svo miklar að það var ekki hægt að brúa þær með bensínsölu og dýrum sjoppuvarningi.
En N1 heldur sjálfsagt sínu striki þótt það fari í þrot – plus ça change, plus c’est la même chose.