Kona nokkur sagði mér að hún ætlaði að fara að kjósa um Icesave strax á morgun – hún væri nefnilega svo hrædd við að skipta um skoðun.
Í gær hélt ég að jáið myndi vinna, í dag hallast ég frekar eð því að neiið vinni – ég veit ekki hver staðan verður á morgun.
Ég frétti af fjölskylduboði í gær sem hefði leysts upp vegna deila um Icesave. Eftir klukkutíma þref gáfust veislugestir upp.
Ég held að býsna margir sveiflist til og frá. Einhverjir hafa gengið út frá því sem vísu að nei-sinnar skili sér betur á kjörstað en þeir sem ætla að segja já. Ég er ekki viss um að það sé endilega rétt.