fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Við þurfum ekki Starbuck´s

Egill Helgason
Laugardaginn 2. apríl 2011 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er dálítið  kaffisnobb. (Jú, mér hefur verið núið um nasir að vera lattemaður.)

Ég drekk til dæmis eiginlega aldrei uppáhelling. Og það eru áratugir síðan ég hætti að þamba vont kaffi í vinnunni. Og það er aldrei kaffi á könnunni heima hjá mér. Ég drekk heldur ekki mikið kaffi, einn bolla á morgnana og einn síðdegis.

Helst drekk ég ekki kaffi nema á þessum fínu kaffistöðum sem hafa sprottið upp hér síðustu áratugina. Ég byrjaði á Mokka, það er einstakur staður, en nú fer ég oftast á Kaffifélagið við Skólavörðustíg.

Þetta er við skemmtilegustu götuna í bænum, kaffið er mjög gott – og þeir passa að setja ekki of mikla mjólk út í það.

Ég er mjög feginn að fréttin um að Valgeir Guðjósson, sá frábæri tónlistarmaður, ætlaði að opna Starbuck´s á Íslandi, reyndist vera aprílgabb. Ég trúði þessu smástund, fussaði dálítið og sveiaði.

Við þurfum nefnilega ekki Starbuck´s í Reykjavík.

Hér eru út um allt kaffistaðir sem eru miklu betri en Starbuck´s, íslenskir staðir: Kaffismiðjan, Café Haiti, Te & kaffi, Kaffitár, já og áðurnefnt Kaffifélag.

Kaffið er betra og ekki sama stöðlunin í gangi – jú, og ekki jafnmikið mjólkurþamb. Starbuck´s byggir mjög á þeim bandaríska sið að hella einhverjum ósköpum af mjólk út í lítinn kaffisopa. (Ég er nefnilega ekki svo mikill lattemaður þegar allt kemur til alls.)

Kaffimenningin á Íslandi er á svo háu plani að ég sakna hennar þegar ég fer til útlanda. Það er erfiðara að fá gott kaffi í London og New York en í Reykjavík.  Já, þetta er eiginlega á heimsmælikvarða hjá okkur.

Í Grikklandi er kaffið ekki sérlega gott, en ég mun samt ekki færa mig yfir til Ítalíu vegna þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?