Hér er fjallað um mál Priyönku Thapa.
Útlendingastofnun hefur neitað henni um dvalarleyfi á Íslandi. Hún virðist einblína á hvort hún þurfi að fara í nauðungarhjónaband þegar hún kemur heim til Nepal.
Þetta er ómanneskjuleg og hörð meðferð.
Því í raun ætti að duga að stúlkan vilji vera hjá okkur hérna á Íslandi. Allt sem ég hef heyrt bendir til þess að þetta sé efnileg stúlka sem öllum líkar vel við.
Hún er í námi, sækist það vel, en nær ekki að halda því verði hún send úr landi.
Ef Útlendingastofnun sér ekki að sér þarf að beina mótmælum við þessu til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra – sem margoft hefur talað fyrir mannúðarsjónarmiðum í málum eins og þessum.