fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Jóns Múla tónleikar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. mars 2011 23:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tónleikum vegna 90 ára afmælis Jóns Múla Árnasonar í kvöld voru flutt nokkur lög eftir hann sem ég hef aldrei heyrt.

Þrjú þeirra voru úr ófluttum söngleik sem mér heyrðist að héti Kidnapped eða Mannrán. Það væri gaman að vita meira um þessi lög og hvort meira efni sé til óhljóðritað eftir Jón Múla.

Lögin eftir Jón Múla eru mörg algjörar perlur – teljast til sígildrar tónlistar á Íslandi – og þau voru flutt af einstaklega góðum tónlistarmönnum þarna í kvöld.

Hljómsveitarstjórinn var Eyþór Gunnarsson, en  meðal söngvara voru Ragnar Bjarnason og Ómar Ragnarsson sem rifjuðu upp gömul kynni af lögunum – Raggi hefur sungið þau mörg, en Ómar var í stóru hlutverki í söngleiknum Járnhausnum eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni.

Lagið Við heimtum aukavinnu hljómar nú eins og eitthvað úr fornri atvinnusögu Íslendinga – ég átti þetta á 45 snúninga hljómplötu þegar ég var lítill. Mikið væri gaman að eiga hana ennþá.

Ómar sagði þá gamansögu að þegar var verið að troða lögunum á þessa litlu plötu hefðu kaflar með hjóðfæraleik verið skornir burt – hann sagði að þetta væri til marks um nýtni hljómplötuútgefandans Svavars Gests.

Aðrir söngvarar sem þarna fóru á kostum voru Ellen Kristjánsdóttir, Magga Stína og Sigurður Guðmundsson – þessi hávaxni hljómborðsleikari, sem ég held að sé upprunalega frá Keflavík, er orðinn afar skemmtilegur dægurlagasöngvari. Þar fer saman rödd sem hann hefur skemmtilegt vald á og sérlega góður framburður texta. Flutningur hans á Undir Stórasteini var einstakur, lagið varð eins og nýtt og ferskt í meðförum hans.

Mörg af lögum Jóns Múla eru úr söngleikjum. Ég fjallaði fyrir nokkru um söngleikinn Deleríum Búbónis hér á vefnum. Hann er nefnilega merkilegri en margan grunar – tekur á tímabili sögu okkar sem er alltof lítið þekkt, hinni gengdarlausu spillingu sem ríkti í þessu litla samfélagi á tímanum eftir stríð og hélt eiginlega áfram með sínum hætti fram að hruni. Og spurning hvort punktur hafi þá verið settur?

En tónleikarnir í kvöld – þeir voru frábærir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?