Menn erum mikið að fárast yfir kosningaúrslitum í VR. (Félaginu sem heitir víst Virðing og réttlæti en hét einu sinni Verslunarmannafélag Reykjavíkur.)
Ég ætla ekki að leggja dóm á manninn sem vann kosninguna – það virðist samt vera ljóst að byltingin hefur étið börnin sín í VR.
Hins vegar er þetta nokkuð einkennileg kosning. Sjö manns bjóða sig fram – atkvæðin skiptast svo að kosningin vinnst með aðeins 20 prósentum atkvæða. Það held ég að hljóti að teljast nokkuð fáheyrt. Og kosningaþáttakan er bara 17 prósent – það er ábyggilega ekki nýtt í verkalýðshreyfingunni að hún sé svo dræm. Þannig að þarna er frekar fámennur hópur að kjósa – aðeins 4867 manns – fylgið dreifist út um allt og og sigurvegarinn nær kjöri með vel innan þúsund atkvæði.